Iceland Outfitters er viðurkenndur söluaðili Salmologic á Íslandi

Salmologic.is

Vefverslun Iceland Outfitters

G&G Kerfið

G&G kerfið

Línuþungi borin saman við stærð flugu

Við val á veiðitækjum þá er gott að byrja á að athuga hverskonar flugur/túbur þú munt nota í því vatni sem þú veiðir. Þegar þú veist stærð flugnanna sem þú munt setja á tauminn, þá muntu einnig hafa hugmynd um þá línuþyngd sem þér hentar. T.d. fyrir stórar og þungar flugur þá muntu þurfa þyngri línu (line weight) til þess að geta kastað og komið flugunni fyrir eins og til er ætlast. Í meðfylgjandi töflu para ég saman lista yfir línu þyngdir sem henta fyrir mismunandi flugustærðir fyrir silungs- og laxveiði.  Þegar rétt línu þyngd er fundin þá hefur þú fundið þá getur þú séð hvaða stangir taka þær línur og valið stöng eftir því. 

Athugið að við veljum línu eftir þyngstu flugunum sem við notum.  Ef við erum svo með léttari flugur undir, þá lengjum við aðeins í taumnum.  

 

Taflan sýnir hleðsluþyngd fyrir öll línu kerfin okkar.   Þyngdin er raunveruleg þyngd á skothaus eða þyngdin á belgnum á framþungum línum. 

 

Línuþyngd Flugustærð
12 gr 12-10 einkrækja
14 gr 10-8 einkrækja
16 gr 10-8 einkrækja/tvíkrækja
18 gr 8-6 einkrækja/tvíkrækja eða 1⁄4 tommu brass túbur
20 gr 8-6 einkrækja, 10-6 tvíkrækja, 1⁄4 tommu ál eða brass túbur
22 gr 6-4 einkrækja, 10-6 tvíkrækja, 1⁄4 tommu brass eða 1⁄2 tommu ál túbur
24 gr 6-4 einkrækja, 10-6 tvíkrækja, 1⁄2 tommu brass, 3⁄4 tommu ál eða 1 tommu plast túbur
26 gr 6-4 einkrækja, 10-4 tvíkrækja, 1⁄2 tommu brass, 3⁄4 tommu ál eða 1 tommu plast túbur
28 gr 10-4 tvíkrækjur, 3⁄4 tommu brass, 1 tommu ál og 1-1⁄2 tommu plast túbur
31 gr 1 tommu brass, 1-1⁄4 ál og 1-1⁄2 tommu plast túbur
33 gr 1 tommu brass, 1-1⁄4 ál og 1-1⁄2 tommu plast túbur
35 gr 1-1⁄4 tommu brass, 1-1⁄2 ál og 2 tommu plast túbur

 

Taumar

Ef við berum saman Logic nælon tauma við Logic húðuðu taumana, þá eru húðuðu taumarnir gerðir til að kasta stærri flugum og þú munt hafa betri stjórn á hvar flugan lendir í vatninu.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að taflan sýnir viðmið fyrir Logic húðuðu taumana, en það á ekki að vigta þá með skothaus/belg til að finna hleðsluþyngdina. Það eru mikil vísindi og of mörg orð á bakvið þá staðreynd svo ég bið ykkur bara að treysta því.

Tight Lines!

Henrik Mortensen & Iceland Outfitters